Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði hefst á sunnudaginn 18. maí í Drammen í Noregi. Mótinu lýkur ekki fyrr en sunnudaginn 24. maí en mótið er gríðarlega fjölmennt þar sem keppt er í öllum aldursflokkum. Frá Íslandi mæta fjórir keppendur : Þórður Skjaldberg ÁRM (jr), Elín Melgar Aðalheiðardóttir BRE (O), Guðný Ásta Snorradóttir KFR (M2) og Laufey Agnarsdóttir KFR (M2). Kristleifur Andrésson mun dæma á mótinu. Fyrri hluti vikunnar verður undirlagður klassískri bekkpressu en seinni hluti bekkpressu með búnaði.
Beint streymi er frá mótinu á YouTube rás IPF : STREYMI
KLASSÍSK BEKKPRESSA :
Sunnudaginn 18. maí – Guðný Ásta Snorradóttir og Laufey Agnarsdóttir keppa báðar í +84 kg flokki M2. Stöllurnar keppa á palli 1 kl. 14.30 að íslenskum tíma.
Mánudaginn 19. maí – Þórður Skjaldberg keppir í -105 kg unglingaflokki. Þórður keppir á palli 1 kl. 18.00 að íslenskum tíma.
Þriðjudaginn 20. maí – Elín Melgar Aðalheiðardóttir keppir í -69 kg opnum flokki. Elín keppir kl. 14.30 að íslenskum tíma.
BEKKPRESSA MEÐ BÚNAÐI :
Fimmtudaginn 22. maí – Guðný Ásta Snorradóttir og Laufey Agnarsdóttir keppa báðar í +84 kg flokki M2. Stöllurnar keppa á palli 1 kl. 10.00 að íslenskum tíma.
Laugardaginn 24. maí – Elín Melgar Aðalheiðardóttir keppir í -76 kg opnum flokki. Elín keppir kl. 10.30 að íslenskum tíma.