Skip to content

Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu – Master flokkar

Fyrsti dagurinn á HM í klassískri bekkpressu var undirlagður master keppendum. Guðný Ásta Snorradóttir og Laufey Agnarsdóttir kepptu báðar í +84 kg M2 flokki. Guðný opnaði á 105 kg og Laufey á 90 kg. Fyrstu lyfturnar flugu upp hjá stöllunum. Í annarri lyftu fóru 92,5 kg upp hjá Laufeyju og 110 kg hjá Guðnýju. Í þriðju umferð lyfti Laufey 95 kg sem skilaði henni 6. sæti í flokknum. Mikil spenna var um efstu þrjú sætin og var Guðný með í þeirri barráttu. Í þriðju lyftu Guðnýjar fóru 112,5 kg upp en kviðdómur snéri við lyftunni og var hún dæmd ógild. Lyftan í annarri umferð 110 kg (jöfnun á hennar besta) skilaði Guðnýju 4. sæti í flokknum. Í efstu þremur sætunum skildi líkamsþyngd á milli sæta en allar lyftu þær konur 115 kg. Til hamingju með árangurinn, Guðný og Laufey !