Heimsmeistaramót öldunga (masters) í kraftlyftingum hefst á morgun föstudaginn 10. október. Keppt er bæði í klassískum kraftlyftingum og í kraftlyftingum með búnaði. Mótið er haldið að þessu sinni í Höfðaborg í Suður-Afríku. Mótið byrjar á keppni í klassískum kraftlyftingum, 10.-16. október og þann 17. október byrjar keppni í kraftlyftingum með búnaði. Mótinu lýkur 19. október.
Frá Íslandi mæta þrír keppendur á mótið. Yfirþjálfari er Kristleifur Andrésson.
Beint streymi er frá mótinu á Goodlift : BEINT STREYMI
Keppendur og keppnisdagskrá íslenska landsliðsins:
KLASSÍSKAR KRAFTLYFTINGAR
FÖSTUDAGINN 10. OKTÓBER
Sæmundur Guðmundsson, -83 kg M4 flokkur, kl. 14.30 að íslenskum tíma.
LAUGARDAGINN 11. OKTÓBER
Elsa Pálsdóttir, -76 kg M3 flokkur, kl. 10.00 að íslenskum tíma.
FIMMTUDAGINN 16. OKTÓBER
Helgi Pálsson, -120 kg M1 flokkur, kl. 11.00 að íslenskum tíma.
KRAFTLYFTINGAR MEÐ BÚNAÐI
FÖSTUDAGINN 17. OKTÓBER
Sæmundur Guðmundsson, -83 kg M4 flokkur, kl. 07.00 að íslenskum tíma.
Elsa Pálsdóttir, -76 kg M3 flokkur, kl. 11.00 að íslenskum tíma.
ÁFRAM ÍSLAND !!
