Skip to content

Heimsmeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum – Sæmundur heimsmeistari

Fyrstur að keppa af íslenska hópnum var Sæmundur Guðmundsson. Hann keppir í -83 kg M4 flokki. Sæmundur átti aldeilis flottan keppnisdag. Í hnébeygju lyfti hann best 150 kg sem skilaði honum gulli. Í bekkpressu lyfti Sæmundur mest 90 kg, reyndi við 95 kg í þriðju sem vildu ekki upp. Níutíu kílóin skiluðu Sæmundi silfri í bekkpressu. Í réttstöðulyftu opnaði Sæmundur á þægilegum 170 kg. Í lyftu tvö hækkaði hann um 10 kg og fóru 180 kg jafnlétt upp. í lokalyftunni lyfti Sæmundur 187,5 kg af öryggi. Sú lyfta skilaði honum gulli ií réttstöðulyftu. Samanlagður árangur varð 427,5 kg sem tryggðu Sæmundi gull í samanlögðu  og heimsmeistaratitilinn íannað árið í röð ! Innilega til hamingju með frábært mót og heimsmeistaratitilinn, Sæmundur !