Helgi Pálsson keppti í dag í -120 kg M1 flokki. Hann átti flotta hnébeygju session þar sem hann opnaði á 185 kg. Í annarri hnébeygju lyfti hann örugglega 195 kg og í þriðju 205 kg. Í bekkpressu opnaði Helgi á fisléttum 160 kg. En því miður var lyftu tvö með 167,5 kg og þrjú með 172,5 kg snúið við af kviðdómi vegna tæknivillu. En þyngdirnar fóru upp hjá Helga og hann á þær því örugglega inni. Helgi átti frábærar lyftur í réttstöðulyftu með þrjú hvít ljós í öllum lyftum. Fyrsta lyfta með 230 kg og önnur lyfta örugg með 240 kg. Í þriðju og lokalyftu á mótinu var allt gefið í og Helgi lyfti örugglega 247,5 kg sem voru 2,5 kg persónuleg bæting. Samanlagður árangur varð 612,5 kg. Það eru ekki margir naglar eins og Helgi sem tekur allar lyftur beltis- og úlnliðsvafningalaus ! Innilega til lukku með bætinguna og mótið, Helgi !

