Skip to content

Halldór keppir á EM öldunga.

  • by

Evrópumeistaramót öldunga hófst í dag en mótið fer að þessu sinni fram í Luxemburg og eru keppendur fjölmargir að vanda. Einn Íslendingur keppir á mótinu en það er hann Halldór Eyþórsson sem keppir í Master 2 í -83 kg flokki. Halldór hefur áður keppt á öldungamótum og unnið til verðlauna og óskum við honum góðs gengis. Hann mun keppa á fimmtudaginn kl. 12.30 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með útsendingunni hér http://goodlift.info/live/onlineside.html