Skip to content

Halldór hefur lokið keppni.

Halldór Eyþórsson lauk í dag keppni á Evrópumóti öldinga sem nú fer fram í Luxemburg. Halldór átti því miður ekki góðan dag á keppnispallinum en hann féll úr í hnébeygju og hætti þá keppni. Hann opnaði á 250 kg sem voru ekki í dýpt og reyndi aftur við þá þyngd í annarri tilraun. Í þriðju tilraun hækkaði hann svo í 257,5 kg sem hefði dugað honum til að vinna til bronsverðlauna í hnébeygju en náði ekki að lyfta þeirri þyngd. Halldór kemur því heim reynslunni ríkari og gerir bara betur næst.