Skip to content

Guðrún Gróa og Ólafur Hrafn keppa á morgun

  • by

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir og Ólafur Hrafn Ólafsson fóru til Noregs í morgun í fylgd Grétars Hrafnssonar landsliðsþjálfara. Þar keppa þau á morgun á Norðurlandamóti unglinga.
Guðrún Gróa, íþróttamaður ársins 2011 hjá USVH, keppir í -72,0 flokki  en Ólafur Hrafn í -93,0 flokki.

Þetta er fyrsta alþjóðamót hjá þeim báðum og markmiðið er fyrst og fremst að klára mótið vel og helst ná persónulegum bætingum.
Ef allt gengur upp gæti  þau bæði átt möguleika á að vinna til verðlauna og við leyfum okkur að krossa fingur og vona það besta.

Upplýsingar um mótið og úrslit má finna á heimasíðu NPF.

     

Leave a Reply