Skip to content

Góður árangur unglingalandsliðsins

  • by

hopurHM unglinga er nú lokið. Íslenska unglingalandsliðið gerði góða hluti á þessu móti undir stjórn þjálfara síns. Grétars Hrafnssonar.
Allir kláruðu mótið með góðum persónulegum bætingum. Arnhildur, Viktor og Júlían lentu öll í 6.sæti í sínum flokkum. Viktor Ben vann brons í sínum.
Uppskeran er bronsverðlaun samanlagt, tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun í einstökum greinum, 1 drengjamet, 7 unglingamet og 2 Islandsmet í opnum flokki.
Þetta er mjög góð niðurstaða þó að allir ítrustu draumar hafi ekki ræst.
Við óskum Arnhildi, Viktori Ben, Viktori Samúelssyni, Júlíani, Grétari og liðsstjóranum Borghildi Erlingsdóttur til hamingju og góða ferð heim.

Tags: