Skip to content

Girl Power

  • by

Franska kraftlyftingasambandið heldur sérstakt boðsmót í Cenon15.oktober nk þar sem tólf konum er boðið að keppa í klassískum kraftlyftingum á stigum um heiður og peningaverðlaun. Mótinu er auk þess ætlað að vekja athygli á og safna fé í baráttuna gegn brjóstakrabbameini.

Sterkustu frönsku konunum er boðin þátttaka ásamt sex sterkum erlendum keppendum.
Meðal þeirra verða Buettner, Connor, Scholten, Kjenner og Bernardi, auk okkar eigin Kristín Þórhallsdóttir.
Við hvetjum hana til dáða!
Hægt er að fylgjast með þessu skemmtilega móti á youtuberás FFForce kl 18.00 á frönskum tíma 15.október.