Skip to content

Forseti IPF í heimsókn

  • by

Forseti IPF, Gaston Parage, er í Reykjavík í tengslum við RIG en hann var í jury á kraftlyftingamótinu.
Undanfarna daga hefur hann notað tækifærið og heimsótt yfirstjórn íþróttamála, samstarfsaðila KRAFT og nokkur félög á höfuðborgarsvæðinu í fylgd með varaforseta IPF, Sigurjóni Péturssyni, og formanni KRAFT.
Slíkir fundir gefa stjórn KRAFT gott tækifæri til að kynna sínar áherslur og markmið og mikill styrkur að geta sýnt að alþjóðasambandið standi þétt við bakið á sambandinu.
Farið var í höfuðstöðvar ÍSÍ í Laugardal þar sem Gunnar Bragason, gjaldkeri ÍSÍ, tók á móti.
Sameiginleg hagsmunamál voru síðan rædd á fundi með Ólafi Magnússyni og Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur hjá Íþróttabandalagi fatlaðra.
Óformlegur fundur var tekinn með yfirmann Lyfjaeftirlitsins
Síðast en ekki síst bauð ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar Daðason, til hádegisverðar í ráðuneytinu þar sem málin voru rædd við ráðherra, Arnar Þór Sævarsson, Óskar Þór Ármannsson frá ráðuneytinu og 2.varaforseta ÍSÍ Hafstein Pálsson.

Komið var við í æfingaraðstöðu Breiðabliks, Stjörnunnar og Ármanns.