Skip to content

Formannafundur

Stjórn KRAFT hefur boðað formönnum allra kraftlyftingafélaga og -deilda til fundar sunnudaginn 23.oktober nk.
Nú eru 12 félög starfandi í landinu. Þau eru mislangt á veg komin, sum hafa reynslubolta og önnur aðallega nýja menn innanborðs.
Á fundinum gefst tækifæri til að skiptast á skoðunum og reynslu, ræða sameiginleg verkefni og kynnast betur.
Efling starfsins innan félaganna er undirstaða góðs árangurs í þessari íþróttagrein eins og í öðrum, en með fundum eins og þessum vill stjórn sambandsins stuðla að samstarfi og styrkingu félaga.

Tags:

Leave a Reply