Skip to content

Fanney með silfur í bekkpressu

  • by

Fanney Hauksdóttir keppti í dag á Evrópumóti í klassískri bekkpressu sem fer fram í Merignac, Frakklandi.

Fanney lyfti seríunni 107,5kg – 110kg – 112,5 kg. Allar lyftur gildar og gaf lokalyftan 112,5 henni silfurverðlaunin í -63kg flokki kvenna. Sú lyfta er jöfnun á hennar besta árangri á alþjóðamóti og aðeins 0,5kg undir íslandsmeti hennar.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn.

Fanney með silfurverðlaun um hálsinn. Með henni á myndinni er faðir hennar Haukur.