Skip to content

Fanney með silfur á EM í klassískri bekkpressu

  • by

Fanney Hauksdóttir keppti í dag á Evrópumeistaramótinu í klassískri bekkpressu. Þar vann hún til silfurverðlauna í 63 kg flokki kvenna á nýju Íslandsmeti.

Fanney fór auðveldlega upp með 110 kg í fyrstu tilraun. Í annarri tilraun lyfti hún 112,5 kg og bætti þar með eigið Íslandsmet. Hún freistaðist svo til þess að ná gullinu af Ungverjanum Zsanett Palagyi, sem hafði einnig lyft 112,5 kg á minni líkamsþyngd, og reyndi við 115 kg. Það reyndist of þungt fyrir Fanneyju í dag og hafnaði hún í öðru sæti á eftir Palagyi, sem einnig reyndi án árangurs við 115 kg.

Við óskum Fanneyju til hamingju með glæsilegan árangur!