Skip to content

Fanney Evrópumeistari þriðja árið í röð!

  • by

Fanney Hauksdóttir ásamt þjálfara sínum, Ingimundi Björgvinssyni.

Fanney Hauksdóttir keppti í dag á Evrópumeistaramótinu í bekkpressu á La Manga á Spáni. Fanneyju tókst þar að verja Evrópumeistaratitil sinn í 63 kg flokki annað árið í röð með því að lyfta 155 kg.

Fanney tókst nokkuð auðveldlega að lyfta 155 kg í fyrstu tilraun, og gaf það henni öruggt forskot á næsta keppanda. Hún reyndi svo tvívegis við bætingu á Norðurlandametinu með 160 kg, en án árangurs. Fyrsta lyftan með 155 kg nægði henni til sigurs á Þjóðverjanum Sonju-Stefanie Krüger sem hafnaði í öðru sæti með 142,5 kg.

Þessi frábæri árangur ætti engum að koma á óvart. Þetta er í tíunda sinn sem Fanney lýkur keppni á EM og HM í bekkpressugrein, þ.e. í klassískri bekkpressu og bekkpressu (með útbúnaði), á verðlaunapalli frá því að hún hóf að keppa á alþjóðamótum árið 2013. Þar af eru fern gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun í opnum aldursflokki og tvenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun í flokki unglinga.

Við óskum Fanneyju til hamingju með titilinn!