Skip to content

EM í klassískum kraftlyftingum hafið

  • by

Nú stendur yfir Evrópumeistaramótið í klassískum kraftlyftingum í opnum flokki og flokkum ungmenna í Estlandi.
Heimasíða mótsins og streaming: http://classicpowerliftingtartu.com/

KRAFT sendir þrjá keppendur á mótið: Tinna Rut Traustadóttir og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir keppa báðar í -57 kg flokki kvenna á miðvikudag og Birgit Rós Becker keppir í -72 kg flokki kvenna á fimmtudag.
Með þeim í för er Grétar Hrafnsson, landsliðsþjálfari.
Við óskum þeim góðs gengis!!