Skip to content

EM í bekkpressu fyrir dyrum

  • by

Evrópumótin í bekkpressu og klassískri bekkpressu eru framundan. Keppni hefst 2.ágúst í Búdapest. Keppt er í öllum aldursflokkum karla og kvenna og fara þrír keppendur frá Íslandi til Ungverjalands.

Í klassískri bekkpressu opnum flokki mætir María Kristbjörg Lúðvíksdóttir til leiks í fyrsta sinn á alþjóðamóti, en hún er skráð inn með næst besta árangur í +84kg flokki. Hún keppir 4.ágúst kl 12.00 að staðartíma.
Í unglingaflokki keppa þær Alexandrea Rán Guðnýjardóttir (-63kg fl) og Matthildur Óskarsdóttir (-84kg fl). Þær eru keppnisreyndar og ríkjandi heimsmeistarar í sínum flokkum. Þær keppa 3.ágúst kl 14.30 að staðartíma.
Alexandrea keppir líka í búnaði 6.ágúst kl 14.00 og gæti orðið tvöfaldur Evrópumeistari unglinga ef allt fer að óskum.
Við óskum þeim öllum góðs gengis!

Beint streymi verður frá mótinu.