Skip to content

EM hófst í dag – Helga lyftir á morgun

Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum hófst í dag í Pilsen, Tékklandi. Meðal keppenda er Helga Guðmundsdóttir og með henni í för er Grétar Hrafnsson, landsliðsþjálfari. Helga keppir á morgun í -63 kg fl. og á góða möguleika á að vinna til verðlauna.

Keppni hefst kl. 9:00 að íslenskum tíma (11:00 að staðartíma). Sýnt er beint frá mótinu: http://goodlift.info/live1/onlineside.html