Skip to content

Elín vann silfur í bekkpressu og raðaði inn íslandsmetum

  • by

elinElín Melgar Aðalheiðardóttir, Grótta, bættist í dag í hóp þeirra íslendinga sem hafa unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti þegar hún vann silfurverðlaun í bekkpressu á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum.
Elín keppti í -63 kg flokki og lenti þar í 6.sæti samanlagt með 8 gildar lyftur og seríuna 130 – 82,5 – 145 – 357,5 kg. Það eru ný íslandsmet í opnum flokki í öllum greinum.

Við óskum Elínu hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur og Ingimund Björgvinsson þjálfara til hamingju með þær eftirtektarverðu framfarir sem Elín, Laufey og Matthildur hafa tekið undir hans leiðsögn.

Á morgun hefst keppnin í opnum flokkum og þar er einn íslenskur keppandi, Aron Teitsson, en hann keppir  á laugardag.