Skip to content

Einar setti tvö íslandsmet unglinga

  • by

Einar Örn Guðnason keppti í dag á HM unglinga í -93 kg flokki.
Hann endaði í 10 sæti með 765 kg sem er 7,5 kg persónuleg bæting.
Einar tók seríuna 295-200-270
Beygjan og samanlagður árangur eru ný íslandsmet unglinga.
Við óskum honum til hamingju með bætingarnar.

Hörð barátta var í flokknum og gekk míkið á. Á endanum stóð bandaríkjamaðurinn Ian Bell uppi sem sigurvegari með 933 kg. Hann kórónaði sigurinn á nýju heimsmeti í opnum flokki, 365,5 kg

Á morgun endar mótið með keppni í þyngstu karlaflokkunum. Meðal keppenda er
Júlían Jóhannsson.