Skip to content

Dómarapróf – skráning

  • by

Af tillitsemi við þá sem eru í skóla og á kafi í prófum í byrjun maí hefur verið ákveðið að fresta áður auglýstu dómaraprófi til laugardagsins 28.maí.
Skráning er hafin í prófið, en eingöngu 6 komast í hópinn. “Fyrstir koma – fyrstir fá”
Skráning fer fram á kraft@kraft.is og þurfa menn að gefa upp fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og félag. Prófgjald er 5000 krónur.

Prófað verður skriflega úr tæknireglum IPF 2011. Enska útgáfan  er aðgengileg á netinu og hér er íslensk þýðing.   Skýringar og umræður um reglurnar má finna á heimasíðu IPF. Það er líka gott að menn kynni sér lög og reglugerðir Kraftlyftingasambands Íslands sem má finna undir Um Kraft.
Síðan fer fram verklegt próf þar sem menn dæma allar þrjár greinar.

Leave a Reply