Skip to content

Dómarapróf – skráning

  • by

Próf fyrir kraftlyftingadómara verður haldið í oktober.
Skráning er hafin á kraft@kraft.is og þurfa menn að gefa upp fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og félag. Prófgjald er 5000 krónur. Eingöngu 6 komast að, fyrstir koma – fyrstir fá!

SKRIFLEGT:
Laugardaginn 20.oktober verður prófað skriflega úr tæknireglum IPF. Enska útgáfan  er aðgengileg á netinu og hér er íslensk þýðing.   Skýringar og umræður um reglurnar má finna á heimasíðu IPF. Það er líka gott að menn kynni sér lög og reglugerðir Kraftlyftingasambands Íslands sem má finna undir Um Kraft.

VERKLEGT
Verklegi hluti prófsins fer fram laugardaginn 27.oktober.