Skip to content

Dagfinnur keppir í dag

  • by

dagfinnurHeimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum stendur nú yfir í Killeen, Texas. Þriðji keppandi Íslands til að stíga á keppnispallinn í Killeen verður Dagfinnur Ari Normann. Dagfinnur mun keppa í sterkum og fjölmennum -83 kg unglingaflokki. Keppni í -83 kg fl. fer fram á palli 1 og hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Bein útsending frá mótinu.

Á morgun hefst svo keppni í opnum aldursflokki, en þá mun Birgit Rós Becker keppa í -72 kg flokki.