ÍM – keppendur

Skráningu er lokið á íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 27.júni nk
KEPPENDUR
Félög þurfa að staðfesta skráningu með greiðslu keppnisgjalda fyrir miðnætti 13.júni. Keppnisgjald er 6 000 kr og skal greitt inn á Rknr. 552-26-007004 / kt 700410-2180. Sendið kvittun með nafn greiðanda á [email protected]

Vegna forsetakosninganna þennan sama dag verður mótið haldið í íþróttahúsinu Fagralundi að Furugrundi 83, Kópavogi.
Tímasetningar munu birtast fljótlega.

ÍM – dagsetningar

Stjórn hefur samþykkt tillögu mótanefndar um nýjar dagsetningar fyrir Íslandsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum og kraftlyftingum í búnaði. Mótin munu fara fram í Njarðvíkum dagana 12 og 13 september nk í umsjón Massa.

ÍM í réttstöðu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu sem fer fram í Smáranum, Kópavogi laugardaginn 27.júni nk
Skráningarfrestur er til miðnættis 6.júni, en frestur til að greiða keppnisgjald og breyta skráningu er til miðnættis 13.júni.
Keppnisgjald er 6 000 kr og skal greitt inn á Rknr. 552-26-007004 / kt 700410-2180. Taka þarf fram frá hvaða félagi greiðslan kemur
Félög skulu senda skráningu til [email protected] með afrit á [email protected] þar sem fram kemur nafn, kennitala, þyngdarflokk og sími/netfang keppanda. Ath að skráning þarf að koma frá félögum, ekki einstaklingum.

Það er ánægjulegt að geta hafið keppni á ný eftir samkomubanninu, en hugað verður vel að smitvörnum við framkvæmd mótsins og við hvetjum alla til að hafa þau mál í huga.

Hætt við Vestur-Evrópumótið

EPF hefur ákveðið að fella niður Vestur-Evrópumótið sem átti að fara fram í Njarðvíkum í september. Ástæðan ætti að vera öllum augljós.

EPF og stjórn KRAFT þakkar mótshaldaranum Massa fyrir vinnuna við undirbúning mótsins og vonum að ekki verði langt að bíða þangað til við getum tekið á móti keppendum hingað á ný.

Gleðilegt sumar!

Að baki er vetur sem hefur verið mörgum erfiður – fram undan er sumar sem verður öðruvísi en áætlað var hjá mörgum.
Stjórn KRAFT sendir öllum félagsmönnum bestu kveðjur og óskir um að sumarið verði gott.

Samkomubann og aðrar takmarkanir hafa sett strik í reikninginn hjá okkur öllum og hefur m.a.þýtt að skipulagðar æfingar félaga hafa að miklu leyti legið niðri frá því í mars. Með sameiginlegu átaki hefur tekist að ná tökum á ástandinu og takmarka skaða af covid19.
4.maí sl var slakað á klónum og frelsi aukið, fyrst og fremst í starfi barna og ungmenna.
Íþróttastarf fullorðinna er áfram háð takmörkunum um stund smkv auglýsingu heilbrigðisráðherra.
Stjórnin hvetur félög til að fara að tilmælum og hinkra enn með að opna fyrir almennar æfingar innandyra. Ef áfram heldur sem horfir er stutt þar til almennar tilslakanir verði gerðar.
Almenn skynsemi, persónuleg ábyrgð, nauðsynlegt hreinlæti og tillitssemi í umgengni eru gildi sem þarf að hafa í hávegum í framhaldinu, eins og reyndar alltaf.

Framundan er Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 27.júni.
Óhætt er að byrja að hlakka til!

Tilkynning frá Kraft

Fjórum mótum hefur verið frestað vegna covid. Stjórninni þykir þetta mjög leitt en þetta eru nauðsynlegar aðgerðir

Þrátt fyrir að ákveðin mót falli ekki innan ramma samkomubannsins teljum við að iðkenndur þurfi lengri tíma til að æfa sig fyrir mótið. Vegna samkomubanns hafa ekki allir aðgengi að nauðsynlegum tólum til að æfa og missa því takt og styrk.

Ekki er enn búið að ákveða nýjar dagsetningar fyrir mótunum því ekki er vitað hvort samkomubannið verði framlengt.
Eins og staðan er nú er næsta mót Kraft ÍM í Réttstöðulyftu 27.júní og höfum við það að markmiði að frestuðu mótin verða haldin í haust. Þetta eru umbrotatímar en við vitum að þetta er tímabundið ástand. Þrátt fyrir óvissu um lengd samkomubannsins þurfum að leita lausna, huga að velferð allra og hafa skýr markmið fyrir framtíðinna.

Við höfum ofarlega í huga að margir eru búnir að vinna hörðum höndum til þess að taka þátt í þessum mótum og því verður stefnan skýr í að reyna að koma þeim í framkvæmd þrátt fyrir ófyrirsjáanlegra aðstæðna sem og að svo stöddu.

Gangi ykkur vel!

Frá stjórn

Stjórn KRAFT sendir öllum félagsmönnum baráttukveðjur.
Við vonum að þið og ykkar nánustu séu heilbrigð og í öruggu skjóli
Við væntum þess að allir fari að ráðum og fyrirmælum yfirvalda svo við getum í sameiningu náð tökum á vandanum og flýtt fyrir batnandi ástand.
Þegar allt fer úr skorðum er gott að halda í þær venjur og rútínur sem hægt er að halda í
en svo þarf að endurmeta og endurskipuleggja annað.
Aðstaða til æfinga er víðast takmörkuð og reynir á hugmyndaflug og aga til að halda dampi.
Kannski gefst nú tækifæri til að vinna í hlutum sem hafa setið á hakanum.
Það mun birta til um síðir, og þá getur slík vinna skilað sér í bætingum.
Gaman væri að sjá menn deila hugmyndum og hvatningu, jafnvel áskorunum, á netmiðlunum okkar.

Stjórnin og mótanefnd liggur nú yfir mótaskránni og skoðar hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Það er erfitt að taka ákvarðanir þegar staðan er eins og hún er og við vitum ekki heldur hvernig alþjóðamótaskráin verður. Við þurfum öll að taka hlutunum af þolinmæði og æðruleysi.Hægt verður að fylgjast með uppfærslum hér og á heimasíðum IPF og EPF.

Aðalatriðið þessa stundina er að tryggja öryggi og heilbrigði og styðja hvort annað.
Notum þær aðferðir sem við höfum til að stappa stálið í hvort annað og hvetja.
Með jákvæðu hugarfari verður þyngdin léttari á bakinu, beygir en brýtur ekki.

ÍM í kraftlyftingum frestað

Stjórn Kraft hefur tekið þá ákvörðun um að fresta Íslandsmótinu í kraftlyftingum þann
21.Mars þar til samkomubanni er lokið.

Enn er verið að meta stöðuna á ÍM í klassískum kraftlyftingum sem á að vera þann 18.Apríl.