Aðalfundur Kraftlyftingadeildar Breiðabliks

Aðalfundur Kraftlyftingadeildar Breiðabliks verður haldinn fimmtudaginn 10. marz 2011 – kl. 20.00, í Smáranum, Dalsmára 5, 201, Kópavogi.

DAGSKRÁ aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf – en einkum eftirfarandi:

I. Ársskýrsla formanns stjórnar Kraftlyftingadeildar fyrir liðið starfsár

II. Ársreikningur 2010 lagður fram

III.      Umræður og afgreiðsla á ársskýrslu og ársreikning

IV.      Umræður um málefni deildarinnar

V.      Kosning stjórnar:

A)      Formaður
D)      Aðrir stjórnarmenn
C)      Varamenn

VI.          Umræður um núverandi stöðu og framtíðarverkefni

VII.      Önnur mál

Stjórn Kraftlyftingadeildar Breiðabliks hvetur félagsmenn deilarinnar til að fjölmenna á aðalfund.

Kaffiveitingar á boðstólum.


Aðalfundur Ármenninga

Aðalfundur kraftlyftingadeildar Ármanns fer fram þriðjudaginn 15.febrúar kl. 20.00 í Laugabóli.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar, stofnun foreldrafélags og önnur mál.
Allir Ármenningar mæta og taka þátt í aðalfundarstörfum.

Þorramót og -blót

“Þorramót” í kraftlyftingum fer fram í lyftingarsal KFA laugardaginn 12. febrúar og hefst kl. 13.00. Ellefu  keppendur frá þremur félögum eru skráðir til leiks, þar af fjórar konur. Allar upplýsingar má finna á heimasíðu KFA, kfa.is.

Að loknu móti fer fram aðalfundur KFA og síðan er slegin upp veisla og haldið þorrablót.

Nýtt kraftlyftingafélag í Garðabæ

Enn fjölgar kraftlyftingafélögum í landinu, en sunnudaginn 30.janúar sl. var haldinn stofnfundur Kraftlyftingafélags Garðabæjar – Heiðrún. 12 stofnfélagar sátu fundinn og formaður og varaformaður KRAFT voru viðstaddir. Á fundinum voru lög samþykkt og stjórn kosin, en formaður hins nýja félags er Alexander Ingi Olsen.

Nú er verið að ganga frá aðild félagsins í UMSK og Kraftlyftingasamband Íslands, þar sem þetta verður 10. aðildarfélagið. Við óskum Garðbæingum til hamingju með nýja íþróttafélagið í bænum og bjóðum þeim velkomin í hópinn.


 

Kraftlyftingadeild Breiðabliks

Kraftlyftingadeild Breiðabliks hefur tekið í notkun nýja og rúmgóða æfingaraðstöðu í Smáranum.
Þetta verður vonandi mikil lyftistöng fyrir starfið og félagsandann. Æfingartímar eru auglýstar á heimasíðu deildarinnar og hér á kraft.is undir FÉLÖG, en þar geta öll félög fengið að koma á framfæri helstu upplýsingar.
Úthlutað hefur verið úr Íþróttasjóði ríkisins kr. 200,000 til deildarinnar til frekari uppbyggingar á æfingaraðstöðu.

Við óskum Blikum til hamingju með styrkinn og aðstöðuna og vitum að þau muni nýta hvoru tveggja vel.Laugardagsæfing í Smáranum

Nk laugardag flytur kraftlyftingadeild Breiðabliks loksins í sína framtíðar æfingaraðstöðu. Þó nokkur tonn af lóðum og tækjum þurfa að færa sig um set. Allir sem vettlingi/vinnuhönskum valda og telja sig eiga Auðuni/Breiðabliki greiða að gjalda ættu að nota tækifærið og gefa laugardagsæfinguna í sjálfboðavinnu við flutningarnar.
Mæting í Smáranum kl. 11.00 nk laugardag (22.janúar). Hafa má samband við Auðunn 897 8017 og láta vita af sér.

Nýtt kraftlyftingafélag

Seltirningar eignuðust kraftlyftingafélag á dögunum þegar stofnað var Kraftlyftingafélag Seltjarnarness – Zetorar. Stofnfélagar voru 13 og formaður félagsins er Magnus Örn Guðmundsson.
Félagið hefur þegar fengið inngöngu í KRAFT og er 9.aðildarfélag Kraftlyftingasambands Íslands og 3.kraftlyftingafélagið innan UMSK.

Við óskum þeim velkomin í hópinn.

Flestir stofnfélagar auk formanns og varaformanns KRAFT:

 


Ferðastyrkir 2011

Frestur til að sækja um styrk í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða á árinu 2010 rennur út mánudaginn 10. janúar 2011.  Eftir þá dagsetningu verður ekki tekið umsóknum í sjóðinn.  Til úthlutunar að þessu sinni eru 57 m.kr.
Öll félög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk í sjóðinn vegna þátttöku í mótum innanlands. Yfirlit yfir styrkhæf mót má finna á umsóknarsíðu sjóðsins.
Nánari upplýsingar gefur Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ í síma 514 4000 eða netfang [email protected]

Jólamót KFA og UFA

Laugardaginn 11. desember sl. fór fram Jólamót KFA og  UFA á Akureyri. Mótið var liður í lyftingarlotu UFA og UMSE – inga sem hafa verið að æfa hjá KFA í vetur. 17 efnilegir unglingar, 10 stúlkur og 7 drengir, kepptu  í páverklíni, bekkpressu og réttstöðulyftu.
Úrslit í kvennaflokki: 
Guðrún Ósk Gestsdóttir, 16 ára stúlka frá Siglufirði vann kvennaflokkinn á stigum, en hún tók 57.5 kg í páverklíni, 50 kg í bekkpressu og 102.5 kg í réttstöðulyftu sem tryggði henni rúmlega 1 stigs forskot á Freydísi Önnu Jónsdóttir sem hafnaði í öðru sæti.

Úrslit í karlaflokki:
Ormar Agnarsson vann öruggan sigur með 115 kg í páverklíni, 107.5 kg í bekkpressu og 225 kg í réttstöðulyftu. Á eftir honum kom Örn Dúi Kristjánsson.

Mótshald var hefðbundið, en KFA varð fyrsta félagið til að nota nýju þyngdarflokkana sem taka gildi á næsta ári. Nánari úrslit: jolamotKFA