Skip to content

Camilla hefur lokið keppni

  • by

Camilla Thomsen keppti í dag á HM unglinga í Ungverjalandi.
Henni tókst ekki ætlunarverk sitt, að bæta heildarárangur sinn og var það helst bekkurinn sem eyðilagði fyrir henni.
Hún byrjaði á nýju Íslandsmeti unglinga í beygju og kláraði 150 kg i fyrstu tilraun. Tvær tilraunir við 157,5 voru of grunnar.
Á bekknum setti hún öryggið í fyrirrúmi og lyfti fyrst 55 kg, en þegar hún fór í slopp
og reyndi við 80 kg mistókst henni í báðum tilraunum.
Í réttstöðu lyfti hún 145 kg í fyrstu tilraun en mistókst tvisvar með tilraun til bætingu 157,5 kg. Camilla endaði því í 10.sæti með 350 kg og 3 gildar lyftur.
Miðað við markmið verður það að teljast ákveðin vonbrigði. Sárabótin er nýtt Íslandsmet
unglinga í hnébeygju og stórt innlegg í reynslubankann.
Sigurvegari í flokknum var Olga Adamovich frá Rússlandi sem lyfti 537,5 kg

Á morgun keppir Arnhildur Anna Árnadóttir í -72 kg flokki..

Tags: