Skip to content

Byrjendamót og dómarapróf

  • by

Byrjendamót í kraftlyftingum og dómarapróf verður haldið sunnudaginn 6.mars nk í Njarðvíkum. ATH breytta dagsetningu.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ
Skráningarfrestur er til miðnættis 14.febrúar. Keppendur þurfa að hafa verið skráðir í Felix amk 1 mánuð fyrir mót eins og reglur segja til um.

DÓMARAPRÓF. 
Próf til dómararéttinda fer fram sama dag. Skráning í tölvupósti til kraft@kraft.is með afrit á helgi@felagsbustadir.is sem fyrst. Takið fram nafn, kennitölu, félag og netfang.
Hámarksfjöldi í prófið er 6 manns.
Ef fleiri sækjast eftir þátttöku verður þess gætt að sem flest félög komi a.m.k. einum manni að. Ef enn þarf að velja úr hópnum hafa þau félög forgang sem bjóða fram starfsmenn á mótið.