Skip to content

Breyting á mótaskrá

  • by

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í kvöld tillögu mótanefndar um að Íslandsmeistaramótin í bekkpressu og klassískri bekkpressu 2020 fari fram í Garðabæ 24.oktober nk. Mótshaldari er Kraftlyftingadeild Stjörnunnar.

Ákveðið var að færa bikarmótið í klassískum kraftlyftingum til 21.nóvember og halda það jafnhliða búnaðarmótinu. Ekki hefur enn fundist mótshaldara að því móti.