Skip to content

Breyting á mótareglum

  • by

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum 28.nóvember sl breytingu á 19.grein reglugerðar um mótahald. Félögum er gert skylt að leggja til dómara á mótum sem þau senda keppendur á, en annað starfsmannahald er á ábyrgð mótshaldara.
Eftir sem áður munu félögin hafa með sér samvinnu vegna mótahalds, en það verður ekki bundið í reglugerð heldur gert eftir samkomulagi hverju sinni.
Allir starfsmenn þurfa að vera skráðir í Felix.

REGLUR UM MÓTAHALD