Skip to content

Borghildur valin íþróttakona Seltjarnarness

Borghildur Erlingsdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, var á dögunum valin íþróttakona Seltjarnarness.
Borghildur á stuttan en góðan feril í kraftlyftingum og er ríkjandi Íslandsmeistari í -57,0 kg flokki. Hún er auk þess formaður kraftlyftingadeildar Gróttu og ein helsti hvatamaður að stofnun hennar.

Fleiri kraftlyftingamenn hafa vakið eftirtekt á nesinu, en þau Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir og Aron Lee Du Teitsson voru líka í kjöri til íþróttamann ársins.

Við óskum Borghildi til hamingju með þennan heiður og kraftlyftingadeild Gróttu til hamingju með sína glæsilegu fulltrúa í kjörinu.
Þetta verður þeim eflaust hvatning til enn frekari afreka á næstu mótum.

Myndin er tekin af heimasíðu Gróttu þar sem má lesa nánar um málið.

Leave a Reply