Skip to content

Birgit keppir á morgun

  • by

Önnur Íslendinga til að keppa á Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum er Birgit Rós Becker (BRE). Hún keppir í -72 kg flokki, en keppni  í þeim flokki og -63 kg hefst kl. 11:00 á morgun.

Þetta er annað Evrópumeistaramót Birgitar, en fyrir ári síðan hafnaði hún í 11. sæti í -72 kg flokki með 367,5 kg. Ef allt fer að óskum eru allar líkur á að henni takist að bæta þann árangur verulega.

Bein útsending