Skip to content

Birgit hafnaði í sjötta sæti

  • by

Birgit Rós Becker á HM í klassískum kraftlyftingum2016Birgit Rós Becker lauk í nótt keppni á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem stendur yfir í Killeen, Texas í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgit keppir á heimsmeistaramóti. Hún keppti í öflugum -72 kg flokki og náði þar sjötta sætinu í samanlögðum árangri með 400 kg, sem er einnig nýtt Íslandsmet.

Birgit átti góðan dag á keppnispallinum í Killeen, þar sem hún fékk 8 af 9 tilraunum sínum dæmdar gildar. Í hnébeygju lyfti hún mest 162,5 kg sem er nýtt Íslandsmet og 10 kg bæting á hennar besta árangri. Í bekkpressu lyfti hún mest 75 kg í annarri tilraun, en aflið var ekki alveg á réttum stað þegar hún reyndi við 77,5 kg í þeirri þriðju. Í réttstöðulyftu tók Birgit einnig út 10 kg bætingu (á klassísku móti), með 162,5 kg lyftu í þriðju tilraun. Hún hafnaði í sjötta sæti með 400 kg í samanlögðum árangri, sem er nýtt Íslandsmet og 22,5 kg bæting á hennar eigin árangri í klassískum kraftlyftingum.

Sigurvegari í flokknum varð Bandaríkjamaðurinn Kimberly Walford með 522,5 kg, en Kimberly er sem stendur í öðru sæti í stigakeppninni.