Skip to content

Bikarmótin í kraftlyftingum – Skráningu lokið

Skráningu á Bikarmótið í kraftlyftingum með útbúnaði og Bikarmótið í klassískum kraftlyftingum er lokið. Keppendalista má sjá hér: Útbúnaður og klassískar kraftlyftingar. Bæði mótin verða haldin sunnudaginn 22. október en nánari tímatafla kemur síðar.

Lokafrestur til að greiða skráningargjöld og breyta um þyngdarflokk hjá þeim sem eru skráðir til þátttöku er til miðnættis sunnudaginn 8. október.