Mótanefnd og stjórn KRAFT hefur samþykkt breytta dagsetningu á Bikarmótinu í klassískri bekkpressu. Mótið er fært fram um eina viku og verður haldið laugardaginn 24. ágúst, sama dag og Menningarnótt Reykjavíkur fer fram. Mótshaldari er Kraftlyftingadeild Ármanns og SBD Ísland. Engar breytingar eru gerðar á Bikarmótinu í kraftlyftingum með búnaði sem verður haldið þann 17. ágúst skv. mótaskrá.