Skip to content

Bikarmótið í bekkpressu – úrslit

Bikarmótið í bekkpressu fór fram um helgina þar sem bæði var keppt í bekkpressu með útbúnaði og klassískri bekkpressu.

Í bekkpressu með útbúnaði varð Sara Viktoría Bjarnadóttir stigahæst kvenna í opnum flokki en Þorbergur Guðmundsson í karlaflokki.

Í klassískri bekkpressu varð Elín Melgar Aðalheiðardóttir stigahæst kvenna í opnum flokki en Ríkharð Bjarni Snorrason í karlaflokki.

Þá féllu tvö Íslandsmet í klassískri bekkpressu. Jón Sigurður Gunnarsson setti met í opnum flokki karla -59 kg flokki með 115 kg lyftu og Ríkharð Bjarni Snorrason setti öldungamet (M1) í -83 kg flokki þegar hann lyfti 147,5 kg.

Nánar úrslit má finna hér:

Klassísk bekkpressa

Bekkpressa útbúnaður