Skip to content

Bikarmót – úrslit

  • by

Stjarnan bauð til sannkallaðrar veislu í Miðgarði í gær þegar bikarmótin fóru þar fram við bestu aðstæður. Margir áhorfendur lögðu leið sína í höllina til að fylgjast með.
Hér má finna úrslit og upptöku af mótinu.
Í kvennaflokki sigraði Lucie Stefanikova með miklum yfirburðum. Hún lyfti 537,5 kg í -76kg flokki og hlaut 106,3 stig sem er frábær árangur á alþjóðlegum mælikvarða.
I karlaflokki var baráttan hins vegar hörð fram á síðustu lyftu. Viktor Samúelsson og Alexander Örn Kárason áttu í hörku baráttu og settu báðir ný íslandsmet samanlagt. Alexander lyfti 768 kg í -93kg flokki og Viktor 811 kg í -105kg flokki.
Á endanum stóð Alexander uppi með pálmann í höndunum með 100,7 stig, en Viktor hlaut 100,4.

Á bikarmótið í kraftlyftingum með búnaði voru skráðir tveir keppendur.
Halla Rún Friðriksdóttir í kvennaflokki féll því miður út í bekkpressu, og missti af tækifærinu til að vinna bikarinn.
Í karlaflokki vann Jakob Hrafn Ágústsson bikarinn með 682 kg í -120kg flokki og 68,7 stig.

Margir náðu góðum bætingum á mótinu og nokkur íslandsmet voru sett.
Við óskum bikarmeisturum 2022 til hamingju!

Tags: