Skip to content

Bikarmót – skráning hafin

  • by

Bikarmótin í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fara fram helgina 1-2 október nk í Miðgarði í Garðabæ.
Nákvæm dag- og tímasetning verður birt um leið og skráning liggur fyrir.
Skráning er hafin og skal senda á kraft@kraft.is með afrit á lyftingar@stjarnan.is fyrir 10.september.
Í skráningu skal koma fram nafn, kennitala og þyngdarflokk keppenda, nafn og netfang ábyrgðarmanns skráningar og skal taka skýrt fram hvort skráning eigi við með eða án búnaðar.
Á bikarmóti gildir 3-mánaða reglan, keppendur þurfa að hafa verið skráðir í félaginu í amk þrjá mánuði.