Skip to content

Bikarmót KRAFT á laugardag

  • by

Bikarmót KRAFT verður haldið laugardaginn 24.nóvember í Ármannsheimilinu í Laugardal. Mótshaldari er Kraftlyftingadeild Ármanns.
Mótið hefst kl. 10.00 með keppni kvenna.
Keppni í karlaflokkum hefst kl. 14.15.
Aðgangseyrir er 500 krónur, frítt fyrir eldri borgara og 18 ára og yngri.
KEPPENDUR
41 keppendur frá sjö félögum eru skráðir á mótið og ljóst að spennandi keppni getur orðið í mörgum flokkum. Bikarmeistarar í fyrra voru Fannar Dagbjartsson og Hulda B. Waage. Hulda mætir til að verja titilinn en öruggt er að við fáum nýjan bikarmeistara karla þar sem Fannar er ekki meðal keppenda.
Á laugardag verður skorið úr um hvaða félag vinnur stigabikarinn 2012. Grótta hefur 12 stiga forystu á Breiðablik, en Blikar hafa ekki játað sig sigraða og senda 18 keppendur á mótið. Fjögur félög hafa þegar fengið yfir 100 stig, en það er ánægjuleg þróun og gæti verið markmið fyrir öll félög að bæta stigatöluna milli ára.

Fyrir keppendur:
Skipting í holl:
1. holl = allar konur
Vigtun 08.00  –  Keppni hefst 10.00

2. holl = karlar -66, -74, -83, -93
3. holl = karlar -105, -120, +120
Vigtun 12.15  –  Keppni hefst 14.15