Skip to content

Bikarmót í bekkpressu – Úrslit

  • by

Bikarmótin í bekkpressu og klassískri bekkpressu voru haldin um helgina í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Fjöldi keppenda mætti til leiks, íslandsmet voru slegin og góður andi var í húsinu. Mótshaldari var Massi.

Klassísk bekkpressa

Í karlaflokki varð Ingimundur Björgvinsson frá KFR bikarmeistari. Hann lyfti 190kg og keppti í -105kg flokki. Þetta gaf honum 664,3 IPF stig.

Í kvennaflokki varð Matthildur Óskarsdóttir frá KFR bikarmeistari. Hún lyfti 100kg í þriðju lyftu og setti þar með nýtt íslandsmet í -72kg flokki. Þetta gaf henni 734 IPF stig.

Bekkpressa

Í karlaflokki varð Einar Örn Guðnason frá Akranesi bikarmeistari. Hann lyfti 255kg og keppti í -120kg flokki. Þetta gaf honum 625,3 IPF stig.

Í kvennaflokki varð Þórunn Brynja Jónasdóttir bikarmeistari. Hún lyfti 92,5kg og keppti í -84kg flokki. Þetta gaf henni 513,1 IPF stig.

Full úrslit

Bikarmót í klassískri bekkpressu

Bikarmót í bekkpressu