Skip to content

Bekkpressumót – skráning hafin

  • by

23.júni nk verður haldið mikið bekkpressumót í Ásgarði í Garðabæ.

Mótanefnd hefur samþykkt breytingu á mótaskrá og ætla Kraftlyftingafélag Garðabæjar og Kraflyftingadeild Breiðabliks að sameina krafta sína og halda sameiginlegt mót þar sem keppendur geta valið um að keppa annars vegar með útbúnaði eða án.  Hið áður auglýsta mót Heiðrúnar 16.júni fellur niður.

Skráning er hafin og lýkur 2.júni. Keppnisgjald er 2500 krónur og verður að taka skýrt fram hvort viðkomandi ætlar að keppa með eða án útbúnaðar.
Félögin skrá keppendur sína á þessu eyðublaði: SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ fyrir 2.júni.
ATH: Öll skráning fer fram gegnum félögin. Hlutgengir á mótinu eru þeir sem voru skráðir iðkendur í Felix í síðasta lagi 23.maí sl.

Nánari upplýsingar hjá formönnum félaganna, Halldóri (8601191) og Alexander (alexanderiolsen@gmail.com)

Leave a Reply