Skip to content

Bekkpressumót 6.oktober

  • by

Seltjarnarnesmótið í klassískri bekkpressu fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laugardaginn 6.oktober og hefst kl. 12.00.
11 konur og 10 karlar eru skráðir til leiks.
Auk þess taka 6 keppendur þátt í sérstöku kynningarmóti.

Kraftlyftingafélag Seltjarnarness, Zetórar, halda mótið í samvinnu við kraftlyftingadeild Gróttu og verður vandað til í alla staði.
Við hvetjum alla áhugamenn um kraftlyftingar og bekkpressu að leggja leið sína á Nesið og taka þátt í skemmtuninni.