Tilkynning frá Kraft

Fjórum mótum hefur verið frestað vegna covid. Stjórninni þykir þetta mjög leitt en þetta eru nauðsynlegar aðgerðir

Þrátt fyrir að ákveðin mót falli ekki innan ramma samkomubannsins teljum við að iðkenndur þurfi lengri tíma til að æfa sig fyrir mótið. Vegna samkomubanns hafa ekki allir aðgengi að nauðsynlegum tólum til að æfa og missa því takt og styrk.

Ekki er enn búið að ákveða nýjar dagsetningar fyrir mótunum því ekki er vitað hvort samkomubannið verði framlengt.
Eins og staðan er nú er næsta mót Kraft ÍM í Réttstöðulyftu 27.júní og höfum við það að markmiði að frestuðu mótin verða haldin í haust. Þetta eru umbrotatímar en við vitum að þetta er tímabundið ástand. Þrátt fyrir óvissu um lengd samkomubannsins þurfum að leita lausna, huga að velferð allra og hafa skýr markmið fyrir framtíðinna.

Við höfum ofarlega í huga að margir eru búnir að vinna hörðum höndum til þess að taka þátt í þessum mótum og því verður stefnan skýr í að reyna að koma þeim í framkvæmd þrátt fyrir ófyrirsjáanlegra aðstæðna sem og að svo stöddu.

Gangi ykkur vel!

ÍM í kraftlyftingum frestað

Stjórn Kraft hefur tekið þá ákvörðun um að fresta Íslandsmótinu í kraftlyftingum þann
21.Mars þar til samkomubanni er lokið.

Enn er verið að meta stöðuna á ÍM í klassískum kraftlyftingum sem á að vera þann 18.Apríl.

Sigþrúður með silfur á EM

EM í klassískum kraftlyftingum hjá Masters flokkum var haldin í Albi, Frakklandi 9.mars sl.

Okkar kona Sigþrúður Erla Arnardóttir tók þátt fyrir hönd Íslands í Master 2 flokk og stóð sig gríðarlega vel.
Hún tók 167.5 kg í hnébeygju, 97.5 kg í bekkpressu, 182.5 kg í réttstöðulyftu,
alls 447.5 kg í samanlögðu.
Þessi árangur skilaði henni 2.sæti í hnébeygju og bekkpressu og 3.sæti í réttstöðulyftu.
Hún náði 2.sæti í samanlagðri þyngd.
Sigþrúður bætti sig um 2 kg í hnébeygju, 0.5 kg í bekkpressu, 2 kg í réttstöðulyftu og 4.5 kg í samanlagðri þyngd frá seinasta móti sem hún keppti í.

Henni tókst að slá sín eigin íslandsmet í master 2 flokk og er nú einnig methafinn í opnum flokk þar sem gamla metið var 445,5kg.

Við erum gríðarlega stolt af henni og hlökkum til að fylgjast en meira með henni í framtíðinni.