Skip to content

Auðunn vann til bronsverðlauna á EM

  • by

Auðunn Jónsson, Breiðablik, háði harða baráttu um gullið í +120,0 kg flokki á EM í Tékklandi í dag. Hann reyndi við 372,5 í síðustu lyftu, en það hefði dugað í fyrsta sætið samanlagt. Það gekk ekki, en 352,5,0 kg í réttstöðu dugði í gullverðlaun í greininni og bronsverðlaun samanlagt. Sigurvegari var finninn Kenneth Sandvik.
Auðunn lyfti 405 – 282,5 – 352,5 = 1040,0 kg
Hann fékk silfur í beygju, brons í bekkpressu og gull í réttstöðu, og s.s. bronsverðlaun samanlagt.
Við óskum honum til hamingju með frábæran árangur.
Heildarúrslit

photo (2)

Tags: