Skip to content

Auðunn lyftir á morgun

  • by

Auðunn Jónsson, Breiðablik, keppir á Evrópumótinu í kraftlyftingum á morgun, laugardag. Auðunn keppir í +120,0 kg flokki og hefst keppnin kl. 9.00 á íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með á netinu: http://goodlift.info/live.php

Auðunn verður í baráttunni um verðlaun og er í góðu formi samkvæmt nýjustu fréttum. Góðar framfarir á bekknum eykur á bjartsýni manna, en miðað við skráningartölur má búast við að helstu keppinautar Auðuns verði góðkunningar hans frá Norðurlöndum, finninn Sandvik og norðmaðurinn Bårtvedt.

Við sendum kraftakveðjur til íslenska liðsins!

Tags: