Skip to content

Auðunn Jónsson í 9.sæti

  • by

Auðunn hefur átt betri daga á keppnispalli en hann átti í dag, á lokadegi EM í Þýskalandi. Hann keppti í -120 kg flokki og endaði í 9.sæti með tölurnar 350-260-315 – 925 kg. langt frá sínu  besta.
Samkvæmt fréttum frá mótsstað versnuðu bakmeiðslin sem hafa verið að plaga hann strax í fyrstu beygju og komu í veg fyrir að hann gat sýnt sitt rétta andlit.
Við óskum honum góðan bata. Við viljum sjá Auðun aftur í góðu formi sem fyrst.

Sigurvegari í flokknum var Oleksiy Bychkov frá Úkraínu með 1067,5 kg.