Auðunn Jónsson gerði góða ferð á HM í Suður-Afríku. Hann keppti í dag í +125,0 kg flokki þar sem hann lenti í 8.sæti samanlagt á nýju íslandsmeti 1015,0 kg samanlagt.
Auðunn lyfti 400 kg í hnébeygju, 272,5 kg í bekkpressu og 342,5 kg í réttstöðu og setti með því Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og samanlögðu.
Við óskum honum til hamingju með frábæran árangur og góða ferð heim.
Daniel Grabowski frá Póllandi sigraði í flokknum með 1072,5 kg.
Heildarúrslit: http://www.powerlifting-ipf.com/fileadmin/data/results/2010/World_Men_and_Women/Men/scoresheet_m.htm