Skip to content

Aron með brons í bekkpressu á HM í klassískum kraftlyftingum.

  • by

Aron Teitsson keppti á HM í klassískum kraftlyftingum í Suzdal í Rússlandi fyrr í sumar og lenti þar í 4.sæti í bekkpressu.
Eftir að búið er að vísa frá þá keppendur sem reyndu að svindla sér til verðlauna er ljóst að Aron hækkar um sæti og fær þess vegna bronsverðlaun í greininni í -83,0 kg flokki með 167,5 kg.
Við óskum honum til hamingju með þetta – og vildum að hann hefði getað fengið þessa viðurkenningu strax!

Tags: