Skip to content

Árnað heilla

  • by

Helgi Hauksson, heiðursmaður og heiðursfélagi Kraftlyftingasambands Íslands er sjötugur í dag.
Helgi hefur um árataugabil stjórnað dómaramálum sambandsins og útskrifað alla þá dómara sem starfa í dag. Hann er eini íslendingurinn sem hefur aflað sér Cat1 dómararéttinda IPF og hefur mikla reynslu af dómgæslu á stórmótum erlendis.
Helgi hefur auk þess séð um að þýða og uppfæra keppnisreglur IPF, og keppist þessa dagana við að koma nýju bekkpressureglunum yfir á skiljanlega íslensku.
Framlag Helga í starfi KRAFT verður seint ofmetið og var hann sæmdur gullmerki sambandsins á þinginu 2017.

Fyrir hönd allra vina og félaga Helga innan kraftlyftingahreyfingarinnar sendum við honum okkar innilegustu hamingjuóskir á stórafmælinu.