Skip to content

Árnað heilla

  • by

María Guðsteinsdóttir, landsliðskona og kraftlyftingafrömuður, er fertug í dag. María hefur í mörg ár verið sterkasta kraftlyftingakona Íslands og hefur líka náð góðum árangri í alþjóðakeppnum. Hún er m.a. nýkrýndur Norðurlandameistari, svo ekki verður annað sagt en að hún beri aldurinn vel 😀  

María hefur auk þess verið óþreytandi í uppbyggingastarfi fyrir íþróttina, bæði innan síns félags Ármanns og innan KRAFT.

Við óskum Maríu innilega til hamingju með daginn.

Leave a Reply