Skip to content

Alþjóðamót framundan

  • by

Miklar annir hafa verið undanfarið hjá landsliðsnefnd og landsliðsþjálfara, en þrjú stór alþjóðamót eru á næsta leiti. Undirbúningi er að ljúka og keppendur að verða klárir í slaginn.
EM í opnum flokki karla og kvenna hefst í Búlgaríu 7.maí. Þar keppa Auðunn Jónsson og María Guðsteinsdóttir.
Keppendur í karlaflokkum og kvennaflokkum.
HM í bekkpressu karla og kvenna í opnum flokki og flokki unglinga hefst í Danmörku 21.maí.
Þar keppa Fanney Hauksdóttir, Viktor Ben Gestsson og Sigfús Fossdal.
Keppendur í karlaflokkum og kvennaflokkum.
HM í klassískum kraftlyftingum karla og kvenna í opnum  og aldurstengdum flokkum hefst í Suður-Afríku 10.júni.
Þar keppa Elín Melgar, Dagfinnur Ari Normann og Aron Teitsson.
Keppendur í karlaflokkum og kvennaflokkum.

Tags: